Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 36 . mál.


109. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Ara Teitsson, formann Bændasamtakanna, Sigurgeir Þorgeirsson, forstjóra Bændasamtakanna, Guðmund Sigþórsson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, Gísla Karlsson frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og Ingólf Bender, hagfræðing á fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með svofelldum


BREYTINGUM:


    
     1 .     Í stað 1. gr. komi nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Til að jafna skilaverð til framleiðenda fyrir afurðir sem seldar eru á erlendum mörkuð um samkvæmt samkomulagi sem kveðið er á um í 62. gr. laganna getur landbúnaðarráð herra heimilað innheimtu á verðjöfnunargjaldi sem má nema allt að 10% af því verði sem kemur til skila við útflutning (fob) hjá hverri afurðastöð. Ráðherra setur í reglugerð nán ari ákvæði um innheimtu og ráðstöfun verðmiðlunargjaldsins. Ákvæði þetta gildir til 15. október 1996.
     2 .     Við 3. gr. Í stað orðanna „1. mars 1996“ komi: 1. nóvember 1995.
     3 .     Á eftir 3. gr., er verði 2. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.

    Breyting nefndarinnar felur í sér að efnisákvæði núverandi 1. gr. frumvarpsins um verð miðlunargjald verði flutt í ákvæði til bráðabirgða og jafnframt verði í bráðabirgðaákvæðinu kveðið á um að það gildi til 15. október 1996. Þá er sú breyting gerð á 3. gr. að heimild til frestunar á ákvörðun heildargreiðslumarks verðlagsársins 1996–1997 miðast við 1. nóvember 1995 í stað 1. mars 1996 og er það gert til að hvetja til sem skjótastrar lausnar á vanda sauð fjárbænda.
    Landbúnaðarráðherra mun hafa samráð við nefndina um setningu þeirrar reglugerðar sem kveðið er á um að sett verði samkvæmt hinu nýja bráðabirgðaákvæði um innheimtu og ráðstöf un verðmiðlunargjaldsins.
    Kristín Ástgeirsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Alþingi, 14. júní 1995.



    Guðni Ágústsson,     Margrét Frímannsdóttir,     Hjálmar Jónsson.
    form., frsm.     með fyrirvara.     

    Lúðvík Bergvinsson,     Árni M. Mathiesen,     Guðjón Guðmundsson.
    með fyrirvara.     með fyrirvara.     

    Magnús Stefánsson.     Ágúst Einarsson,     Egill Jónsson.
         með fyrirvara.