Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 36 . mál.


117. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síð ari breytingum.

(Eftir 2. umr., 15. júní.)



1. gr.


    27. gr. laganna orðast svo:
    Verðmiðlunargjöld, verðskerðingargjöld, verðjöfnunargjald og gjald til Framleiðsluráðs samkvæmt kafla þessum eru aðfararhæf.
    

2. gr.


    Í ákvæðum til bráðabirgða, staflið A, kemur:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 37. gr. laganna um að heildargreiðslumark sauðfjárafurða skuli endanlega ákveðið fyrir 15. september ár hvert, vegna framleiðslu næsta verðlagsárs, er land búnaðarráðherra heimilt að fresta ákvörðun heildargreiðslumarks verðlagsársins 1996–1997, þó ekki lengur en til 1. nóvember 1995.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Til að jafna skilaverð til framleiðenda fyrir afurðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum samkvæmt samkomulagi sem kveðið er á um í 62. gr. laganna getur landbúnaðarráðherra heimilað innheimtu á verðjöfnunargjaldi sem má nema allt að 10% af því verði sem kemur til skila við útflutning (fob) hjá hverri afurðastöð. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu og ráðstöfun verðmiðlunargjaldsins. Ákvæði þetta gildir til 15. október 1996.