Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


119. löggjafarþing 1995.
Nr. 2/119.

Þskj. 119  —  32. mál.


Þingsályktun

um mótmæli til breskra stjórnvalda gegn förgun olíupallsins Brent Spar.


    Alþingi ályktar að mótmæla harðlega þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að veita Shell- olíufélaginu leyfi til að sökkva olíupallinum Brent Spar með margvíslegum eiturefnum í Atlantshafið. Skorar þingið á bresk stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína og koma í veg fyrir að olíumannvirkjum á bresku yfirráðasvæði í Norðursjó verði fargað með þessum hætti.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 1995.