Ferill 6. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 6 . mál.


124. Frumvarp til laga



um breyting á áfengislögum, nr. 82 2. júlí 1969, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 15. júní.)



1. gr.


    3. gr. laganna orðast svo:
    Innflutningur á áfengi, hverju nafni sem nefnist, er einungis heimill til einkanota, til fram leiðslu áfengra drykkja, sbr. 2. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi og tóbak, til sölu samkvæmt heimild í 11. gr. eða til sölu til þess sem hefur heimild skv. 11. gr. til að selja áfengi innan lands. Þó er öllum heimilt að flytja til landsins varning sem inniheldur vínanda hafi hann verið gerður óhæfur til drykkjar og öruggt að ekki sé kleift að gera hann drykkjar hæfan.
    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal þó einni heimilt að flytja inn vínanda sem fellur undir tollskrárnúmer 2207.1000.

2. gr.


    Orðin „nr. 63/1969“ og „með síðari breytingum“ í 1. mgr. 7. gr. laganna falla niður.

3. gr.


    Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem ódrykkjarhæft var, nema hafa til þess sérstakt leyfi. Dómsmála ráðherra setur nánari reglur um fyrirkomulag leyfisveitinganna í reglugerð. Slík tæki sem finn ast hjá öðrum en þeim sem hafa leyfi samkvæmt ákvæði þessu skulu gerð upptæk, án tillits til þess hvort tækin hafi verið notuð til áfengisgerðar eða ekki.

4. gr.


    9. gr. laganna orðast svo:
    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins annast sölu áfengis, sbr. lög um verslun ríkisins með áfengi og tóbak.

5. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.     Í stað orðanna „aftur áfengi, er keypt hefur verið af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eða útsölum hennar“ kemur: áfengi innan lands.
     b.     Á undan 1. tölul. koma sex nýir töluliðir er orðast svo:
                   1.     Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, sbr. lög um verslun ríkisins með áfengi og tóbak.
                   2.     Innflytjendur áfengis og heildsalar sem leyfi hafa samkvæmt lögum um verslun ríkisins með áfengi og tóbak; þó einungis til þeirra sem um ræðir í 1., 3.–5. og 7. tölul., svo og til sölu úr landi, til þeirra sem njóta úrlendisréttar og í tollfrjálsar forðageymsl ur. Þá hefur innflytjandi heimild til að selja áfengi þeim sem hafa leyfi til að selja áfengi í heildsölu.
                   3.     Framleiðendur áfengra drykkja, sbr. lög um verslun ríkisins með áfengi og tóbak; þó einungis til þeirra sem um ræðir í 1., 4. og 5. tölul., til heildsala skv. 2. tölul., svo og til sölu úr landi, til þeirra sem njóta úrlendisréttar og í tollfrjálsar forðageymslur.
                   4.     Tollfrjálsar verslanir, sbr. VIII. kafla tollalaga.
                   5.     Veitingastaðir sem hafa almennt leyfi til áfengisveitinga, sbr. 12. gr.
                   6.     Þeir sem hafa leyfi til að veita áfengi, sbr. 2. mgr. 20. gr.
     c.     Núverandi 1. tölul. verður 7. tölul. og 3. tölul. verður 8. tölul. Núverandi 2. tölul. fellur niður.

6. gr.

    Í stað 2. og 3. mgr. 15. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
    Auk eftirlits með veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveitinga, sbr. 5. og 6. mgr. 12. gr., skulu lögreglumenn gefa sérstakar gætur að starfsemi þeirra sem heimild hafa til fram leiðslu eða sölu áfengis, sbr. 2. og 3. tölul. 11. gr., og þeirra sem hafa leyfi til að veita áfengi skv. 2. mgr. 20. gr. Í reglugerð skal kveða nánar á um eftirlit þetta.
    Skattstjórar skulu láta lögreglustjórum í té skrá yfir þá aðila sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. laga um gjald af áfengi.

7. gr.

    4. og 5. mgr. 16. gr. laganna falla brott.

8. gr.

    Á eftir 16. gr. laganna kemur ný grein sem verður 16. gr. a og orðast svo:
    Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsing um um annars konar vöru eða þjónustu.
    Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður bún aður, útstillingar, dreifingu prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar.
    Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda, sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkj arvörur, heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu.
    Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er:
     1.     Auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.
     2.     Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.
     3.     Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.

9. gr.


    1. mgr. 17. gr. laganna fellur niður.

10. gr.


    Eftirtaldar breytingar verða á 19. gr. laganna:
     a.     Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi:
                  Með sama hætti skal refsa þeim er hefur áfengi í vörslu sinni sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum 18. gr.
     b.     Í stað orðanna „Enn fremur er þeim heimilt“ í 2. mgr. (verður 3. mgr.) kemur: Heimilt er.

11. gr.


    Á eftir orðunum „eða veita fyrir borgun“ í 36. gr. laganna kemur: andstætt ákvæðum 3., sbr. 11. gr.

12. gr.


    48. gr. laganna fellur niður.

13. gr.


    50. gr. laganna fellur niður.

14. gr.


    Ákvæði til bráðabirgða fellur niður.

15. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 1995.