Ferill 47. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 47 . mál.


131. Nefndarálitum frv. til l. um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Frumvarpið er lagt fram af forsvarsmönnum allra þingflokka á Alþingi fyrir utan Þjóðvaka. Þingmenn Þjóðvaka hafa á engan hátt tekið þátt í samningu þess. Ætlun flutningsmanna er að afgreiða málið á nokkrum klukkustundum. Það eru ekki góð vinnubrögð í þessu máli. Þjóðvaki telur flest mál brýnni í þjóðlífinu en að festa í lög ákvörðunarvald alþingismanna um hluta af eigin launakjörum.
    Þingmenn Þjóðvaka telja að óháður aðili eins og Kjaradómur eigi að ákveða allt sem við víkur launamálum og þingfararkostnaði alþingismanna. Sú regla á að gilda að alþingismenn komi ekki að slíkum ákvörðunum.
    Launakjör alþingismanna eru ávallt viðkvæmt efni í okkar þjóðlífi og fullur trúnaður verð ur að ríkja milli alþingismanna og fólksins í landinu, m.a. um launa- og starfskjör alþingis manna.
    Í 2. mgr. 9. gr. er kveðið á um að endurgreiða skuli alþingismönnum annan starfskostnað samkvæmt reglum forsætisnefndar. Heimilt er að greiða starfskostnað samkvæmt þessari máls grein sem fasta fjárhæð í stað endurgreiðslna samkvæmt reikningum. Þingflokkur Þjóðvaka telur óeðlilegt að forsætisnefnd fái svo víðtæka heimild, sérstaklega í ljósi ákvæða 16. gr. um skattfrelsi slíkra greiðslna. Þingflokkur Þjóðvaka leggst eindregið gegn þessu ákvæði frum varpsins.
    Í 16. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að greiðsla þingfararkostnaðar sé framtalsskyld en ekki skattskyld. Það orkar mjög tvímælis að greiðslur ákveðnar af forsætisnefnd séu ekki skattskyldar og þar með óháðar skattalegu mati ríkisskattstjóra. Þingflokkur Þjóðvaka leggst eindregið gegn þessu ákvæði frumvarpsins.
    Þingflokkur Þjóðvaka tekur að öðru leyti ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. júní 1995.Ágúst Einarsson.