Ferill 47. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 47 . mál.


139. Frumvarp til laga



um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað.

(Eftir 2. umr., 15. júní.)



    Samhljóða þskj. 115 með þessari breytingu:

    3. gr. hljóðar svo:
    Varaforsetar Alþingis skulu fá greitt 15% álag á þingfararkaup.
    Formenn þingnefnda, sbr. 13. gr. þingskapa, og formenn þingflokka skulu fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Enginn getur fengið nema eina álagsgreiðslu mánaðarlega samkvæmt þessari málsgrein. Enn fremur er heimilt að greiða formanni sérnefndar, sbr. 32. gr. þingskapa, svo og varaformanni fastanefndar, sambærilegt álag eða hluta þess, ef sérstök ástæða er til.