Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 30. janúar 1996, kl. 16:34:47 (2553)

1996-01-30 16:34:47# 120. lþ. 79.1 fundur 249. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# frv. 57/1996, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur


[16:34]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Nú er það svo að þótt hér sé um smáa báta að ræða, þá geta viðhorf verið mismunandi að því er varðar stærstu bátana í þessum flokki og hvað eigi að gera gagnvart hinum minni eins og fram kom hjá hv. 4. þm. Vesturl. í hans umfjöllun. En eins og hv. 15. þm. Reykv. á að vita, er þetta frumvarp samið á grundvelli þeirra tillagna sem samstarfsnefndin lagði til í skýrslu sinni. Við freistuðum þess að viðhalda þeirri samstöðu með því að flytja frumvarpið eins og nefndin lagði til. Það er vissulega svo, ég hef ekkert dregið úr því hér, að hvað þetta atriði varðar hafa orðið verulegar breytingar til batnaðar og það er fullkomlega eðlilegt að hv. nefnd taki það til skoðunar.