Sérstakur ákærandi í efnahagsbrotum

Mánudaginn 05. febrúar 1996, kl. 15:56:29 (2712)

1996-02-05 15:56:29# 120. lþ. 83.12 fundur 180. mál: #A sérstakur ákærandi í efnahagsbrotum# þál., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur


[15:56]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka kærlega svör dómsmrh. Ég vil enn og aftur ítreka muninn á því sem felst í því að stofna eitthvert embætti eða koma á fót sérstakri stofnun. Ég tel gífurlegan mun á því og þess vegna er þetta orðalag einmitt notað. Ég lít svo á að slíkt embætti geti verið hvar sem er í kerfinu eins og því er best fyrir komið að bestu manna yfirsýn.

Ég vil einnig fagna þeim skilningi sem hæstv. ráðherra virðist sýna þörfinni á því að taka á þessum málum og að vinna við það sé a.m.k. langt á veg komin í ráðuneytinu, ef ég skil hann rétt. Ég vil einnig nota tækifærið til að hvetja ráðherrann til að sjá til þess að gengið verði það langt í þessum málum að hægt verði að taka á þeim af öryggi og festu.