Tímareikningur á Íslandi

Mánudaginn 05. febrúar 1996, kl. 16:43:31 (2720)

1996-02-05 16:43:31# 120. lþ. 83.13 fundur 197. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., Flm. VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur


[16:43]

Flm. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að lýsa þakklæti mínu að hv. þm. veki athygli á því að ég hafi ekki lagt það til að bæta heilli klukkustund við sólarhringinn. Það var ekki ætlunin þrátt fyrir að ég sé mikill ákafamaður um það og langi oft til þess eins og hv. þm. veit að það séu 25 eða 26 tímar í sólarhringnum og helst 30 þegar mest á gengur hjá okkur hv. þm. í efh.- og viðskn. En því miður þori ég ekki að ganga svo langt. En ég vona að við getum átt um þetta málefnalega yfirferð í nefnd og vona líka að hv. þm. verði málinu hliðhollur áður en yfir lýkur.