Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 18:12:34 (2852)

1996-02-08 18:12:34# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[18:12]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er rangt að draga þá ályktun að ég hafi sagt að halli ríkissjóðs stafaði af heilbrigðismálum. Það er alrangt. Það sem ég hef reynt að draga fram er sú staðreynd að 40% af útgjöldum ríkisins --- og ég get svo sem endurtekið það nógu oft fyrir hv. þm. Össur Skarphéðinsson, (ÖS: 42%.) 42%, það er ágætt að fá leiðréttingu á því, eru vegna útgjalda í heilbrigðis- og tryggingamálum. Auðvitað þarf því að skoða þau mál þegar draga þarf saman í ríkiskassanum. Þetta bara segir sig sjálft.