Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 18:11:29 (4667)

1996-04-12 18:11:29# 120. lþ. 117.11 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[18:11]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil halda því fram að þeir sem hafa látið mikið óréttlæti yfir sig ganga ómótmælt séu ekki þeir sem hefðu mest efni á því að hrópa núna óréttlæti þegar ekkert óréttlæti á sér eins og er verið að gera með þessu frv., alls ekki.

Lögin um Þróunarsjóð taka til alls fiskveiðiflotans skal ég upplýsa hv. þm. Tómas Inga Olrich um. Ef skip á aflamarki fara inn í Þróunarsjóðinn og úreldast, rýmkast fyrir þeim sem eftir eru nákvæmlega eins og ef skip á krókaleyfi fer inn í Þróunarsjóðinn, þá rýmkast fyrir hina sem eftir eru. Það er enginn munur þar á. Það þarf ekki doktor í stærðfræði til að kenna hvorki mér né neinum öðrum það. Öll fiskveiðiskip eiga aðgang að Þróunarsjóðnum. Krókabátarnir höfðu ekki aðgang að Þróunarsjóðnum fyrr en með breyttum lögum. Þau náðu til alls annarra áður. Ég bið hv. þm. að athuga þetta vel.