Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:21:25 (4690)

1996-04-12 19:21:25# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:21]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Meðan ekki koma fram rökstuddar niðurstöður um það að úrkast í hafið valdi spjöllum er ekki ástæða til þess að líta þannig á að svo sé. Þess vegna er rétt að bíða þess ef einhver kann að vera með þá vitneskju. Við reyndum það og við fengum þær upplýsingar að svo væri ekki enda er mér nær að halda að það geti ekki verið. Það liggur í augum uppi að það væri fyrir löngu, löngu komið í ljós ef svo væri. Við vitum að milljónir tonna af loðnu deyja við botninn á hverju einasta vori og veldur engri mengun. Ég trúi því ekki að nein hætta sé fólgin í þessu. En það er sjálfsagt að taka undir það og ég veit að formaður sjútvn. mun gera það þegar til hans kasta kemur að leita álits sem flestra líffræðinga á málinu.