Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:25:05 (4692)

1996-04-12 19:25:05# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:25]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki alveg viss um í hverju andmælin voru fólgin. (Gripið fram í.) Nú, voru þetta kannski ekki andmæli. Það var þá ekki verra, herra forseti, en ég vil benda á það að þetta tilheyrði sjómannasamningum sem hv. þm. var að ræða um áðan. Þetta eru samningar sjómanna við útvegsmenn. Ég get bent á að þess eru dæmi að það sé löng hefð fyrir því að sjómenn njóti einir ákveðins afla. Ég þekki það í langan aldur t.d. gagnvart hákarli og ýmsu fleiru. (Gripið fram í.) Já, já, þetta er alþekkt og er ekki nýtt að þessu leyti en þetta kemur náttúrlega til kasta samningsaðila um kaup og kjör sjómanna og þess vegna kannski rétt og ágæt ábending.