Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:35:10 (4696)

1996-04-12 19:35:10# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:35]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg til í að þiggja þetta boð enda hef ég hingað til haldið mig við mannheima en ekki eins og sumir að vera meira með hinum framliðnu. Það liggur algjörlega fyrir að ef fiski er hent þá er það mikið tjón. Það er mikið tjón. Hver ætlar að sýna mér fram á að fiskinum sé betur komið í mjölkvörn þar sem við töpum á honum en í hafinu? Reynið þið það. Segið þið svo að þið skiljið ekkert af því að þið eruð rökvana. Það er bara verið að koma í veg fyrir milljarða kostnað. Þið reynið að vera á móti þessu bara af því að ykkur finnst að þið eigið að vera á móti þessu. Þið kunnið engin rök fyrir því á nokkurn hátt. Þið ætlið kannski að sefa samviskuna af því með því að það væri í lagi að henda fiskinum af því honum væri hent í mjölkvörn. Er það kannski svarið?