Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 19:56:32 (4854)

1996-04-16 19:56:32# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[19:56]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. Framsfl. lofaði því ekki að lækka skatta á hátekjumönnum og honum ber að gera það ekki. En ég vil segja við hv. þm.: Þetta frv. er ekki orðið að lögum. Við getum enn varið hag sparifjáreigenda. Við getum enn náð saman um þetta frv. Hv. þm. hefur hlaupið frá því sem varaformaður hans gerði í þessu máli. Þeir stjórnarandstæðingar sem tóku þátt í þessu fóru með þetta mál fyrir sína þingflokka og þar var það blessað. En öðruvísi hefur farið, því miður, þannig að mér finnst að stjórnarandstaðan hafi brugðist. En ég vil trúa því að við deilum ekki um þetta mál eins og hér hefur verið gert í dag heldur reynum að ná saman um það á nýjan leik og þá með öllu skynsamlegri hætti en frv. ber með sér.