Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 12:53:36 (5591)

1996-05-03 12:53:36# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[12:53]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er algerlega ósammála hv. síðasta ræðumanni hvað þessi atriði varðar. Ég tel að jafnrétti til náms sé mjög vel tryggt í þessu frv. Mér þótti ræðumaður nota í framsögu sinni áðan ákaflega stór orð þegar hann talaði um ómannúðlega menntastefnu. Ég þykist hafa fært fyrir því gild rök að þvert á móti sé hér einmitt um mjög mannúðlega menntastefnu að ræða sem tekur fullt tillit til þeirra sem minna mega sín.