Starfshættir í umhverfisnefnd

Þriðjudaginn 07. maí 1996, kl. 13:54:46 (5712)

1996-05-07 13:54:46# 120. lþ. 132.92 fundur 294#B starfshættir í umhverfisnefnd# (aths. um störf þingsins), KH
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[13:54]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég skal virða tilmæli hæstv. forseta um að gera aðeins stutta athugasemd. Ég verð að mótmæla orðum hv. 2. þm. Reykn., Árna Mathiesens, og mótmæla því hvernig hann gerir þingmönnum upp skoðanir og sjónarmið. Ég ber þetta mál sem hér hefur einkum verið um rætt fyrir brjósti eins og ég vænti að hv. þm. geri einnig. Og ég vil fá réttmætt ráðrúm til þess að fjalla um það. Um þetta snýst málið.

Hér var sagt að nú liði að þeim tíma að hætta væri á að þingið færi að vinna illa. Ég er hrædd um, herra forseti, að sá tími sé kominn.