Hvalveiðar

Fimmtudaginn 09. maí 1996, kl. 12:35:17 (5843)

1996-05-09 12:35:17# 120. lþ. 134.91 fundur 295#B hvalveiðar# (umræður utan dagskrár), SighB
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur

[12:35]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Árum saman hafa yfirvöld látið í það skína að nú standi til að hefja hvalveiðar að nýju, sérstaklega veiðar á smáhvelum og hrefnu. Árum saman hafa þær fjölskyldur sem höfðu framfæri sitt af slíkum veiðum beðið og vonað að þessi ákvörðun mundi koma til framkvæmda. Margar fjölskyldur hafa tapað stórfé vegna þessarar löngu biðar. Nú er þeim sagt að bíða enn, þetta sé bara tímaspursmál. Hversu lengi eiga þessar fjölskyldur að bíða með afkomu sína í þeim fjötrum sem þær hafa verið hnepptar í? Eftir hverju er beðið, hæstv. sjútvrh.? Er verið að bíða eftir Godot?