Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 21:08:27 (5956)

1996-05-13 21:08:27# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[21:08]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það sem fram hefur komið er að hv. þm. er óánægður með biðlaunaréttinn eins og hann er nú og er væntanlega sáttur við það sem er verið að breyta. Og þar sem hann er óánægður með núverandi launakerfi opinberra starfsmanna og þar sem hann getur ekki dregið saman í örfáum orðum hnitmiðaða ræðu sína þá óska ég eftir að hann lýsi svo sem eins og þremur atriðum sem hann er óánægður með í þessu frv.