Tilkynning um utandagskrárumræðu

Föstudaginn 24. maí 1996, kl. 10:49:09 (6538)

1996-05-24 10:49:09# 120. lþ. 148.94 fundur 319#B tilkynning um utandagskrárumræðu#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 148. fundur

[10:49]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fundahaldið í dag vill forseti taka fram að utandagskrárumræða fer fram væntanlega kl. 2. Áður hafði verið gert ráð fyrir að hún færi fram kl. 13.30, en við gerum ráð fyrir að hún fari fram kl. 2. Málshefjandi er Lúðvík Bergvinsson og landbrh. verður til andsvara. Þetta er hálftíma umræða og efni umræðunnar meðferð landbrn. á malartökuleyfi Vatnsskarðs hf.

Vegna þessara breytinga telur forseti heppilegra að hafa hádegisverðarklé kl. 13.15 til 14.00 og vonar að ekki séu athugasemdir við þessa tilhögun.