Vörugjald af ökutækjum

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:02:31 (6758)

1996-05-29 16:02:31# 120. lþ. 151.10 fundur 533. mál: #A vörugjald af ökutækjum# (gjaldflokkar fólksbifreiða) frv. 48/1996, MS
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:02]

Magnús Stefánsson:

Virðulegi forseti. Það má eflaust segja margt um þetta mál sem er til umfjöllunar en það er eitt sem stakk mig við lestur greinargerðar með tillögunni og ég vil varpa spurningu til nefndarinnar sem flytur málið. Þar er talað um það að tekjuáhrif af þessari tillögu verði þau að ríkissjóður muni tapa einhverjum tekjum eins og það er orðað þarna en þær eru tilgreindar á bilinu 50--100 millj.

Við þingmenn höfum staðið í því að halda ríkisútgjöldum í skefjum og til þess hefur verið beitt ýmsum aðferðum. Þess vegna spyr ég: Hefur nefndin einhverjar tillögur um það hvernig á að mæta minnkandi tekjum vegna þessarar tillögu? Ég held að mjög mikilvægt sé að fá það fram í umræðunni.