Tilhögun þingfundar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 10:02:24 (6974)

1996-06-03 10:02:24# 120. lþ. 158.99 fundur 338#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[10:02]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fundahaldið í dag vill forseti segja eftirfarandi: Að venju eru atkvæðagreiðslur settar efst á dagskrá fundarins en atkvæðagreiðslur munu væntanlega verða um kl. 2 í dag. Við munum taka fyrst fyrir á þessum fundi 9.--11. mál sem eru samhangandi, Póstur og sími, og síðan gerum við stutt matarhlé um eittleytið. 8. dagskrármálið, fyrirspurnir til ráðherra, verður kl. 13.30 og þar á eftir atkvæðagreiðslur. Síðan höldum við fundinum áfram samkvæmt dagskrá að langmestu leyti.