Frumvarp um heilbrigðisþjónustu og tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 13:48:51 (7189)

1996-06-04 13:48:51# 120. lþ. 160.94 fundur 344#B frumvarp um heilbrigðisþjónustu og tilhögun þingfundar# (um fundarstjórn), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[13:48]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Svavari Gestssyni fyrir það að vera tilbúinn til að taka þetta málefni hér á dagskrá því það var akkúrat í samkomulagi við hann, fyrir einum sex til sjö dögum síðan, sem þetta mál var stoppað. Það var á dagskránni en hv. þm. hafði þá samið um að það yrði ekki tekið á dagskrá. Ég var komin hér til að mæla fyrir því. Ég þakka honum því sérstaklega fyrir það og ég vona að samstaða sé um það meðal annarra hér að taka þetta málefni á dagskrá.