Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 15:55:31 (7210)

1996-06-04 15:55:31# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[15:55]

Kristinn H. Gunnarsson:

Virðulegi forseti. Sú breytingartillaga sem hér er verið að greiða atkvæði um er á þann veg að fella úr núgildandi lögum ákvæði um dagsetningu þar sem kveður svo á að eftir hana er ekki hægt að breyta ákvörðunum um leyfilegan heildarafla á botnfiskum á yfirstandandi fiskveiðiári. Sú brtt., sem meiri hlutinn flytur, er efnislega samhljóða tillögu sem við alþýðubandalagsmenn höfum flutt í sérstöku þingskjali í öðru frv. og munum því að sjálfsögðu styðja þessa tillögu.