Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 16:00:31 (7214)

1996-06-04 16:00:31# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[16:00]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Þó að við kvennalistakonur séum hlynntar því að krókaleyfisbátar fái sama hlutfall af auknum aflaheimildum sem aðrir sem er meginefni þessarar greinar getum við ekki sætt okkur við að ákveðnum hópi manna séu afhentar með lögum 13,9% aflaheimilda sem þjóðin á. Þessi grein er aðeins krukk í stórgallað kerfi þar sem verið er að úthluta milljarða virði í aflaverðmætum til hóps manna, aflaheimildum sem þjóðin á. Við kvennalistakonur munum því sitja hjá við þessa grein og við frv. í heild.