Umræður um dagskrármál

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 20:38:53 (7251)

1996-06-04 20:38:53# 120. lþ. 160.98 fundur 355#B umræður um dagskrármál# (um fundarstjórn), Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[20:38]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram vegna orða hv. þm. að það hefur ekkert mál verið tekið út af dagskrá heldur eru forsetar þingsins að leita leiða til þess að það megi ljúka umræðu um þau mál sem eru hér á dagskrá. Sá er tilgangurinn með þeirri breytingu sem hefur orðið hér á að fresta umræðunni um 13. dagskrármálið, að leita allra leiða til þess að þetta megi takast. Forseti er ekki með þeim orðum að láta að því liggja að nokkur töf af hálfu þingmanna hafi átt sér stað heldur er það einungis staðreynd að það mál sem hér var til umræðu hefur tekið mikinn tíma og þess vegna varð það niðurstaða forsetanna að fresta umræðunni um heilbrigðisþjónustuna og leita leiða eins og forseti sagði til að okkur megi takast á þessu kvöldi að ljúka þeim málum sem á dagskránni eru.