Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 14:15:48 (7319)

1996-06-05 14:15:48# 120. lþ. 161.6 fundur 519. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# frv. 88/1996, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[14:15]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Í þessu sambandi er rétt að hafa það í huga að ríkissjóður hefur staðið undir þessum eftirlitskostnaði það sem af er þessu ári. Þar er um allmiklar upphæðir að ræða og ég tel það vera eðlilegan aðlögunartíma í þessu efni og rétt að setja þessi lagaákvæði núna þannig að þau taki gildi eins og gert er ráð fyrir í frv.