Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 15:45:30 (7322)

1996-06-05 15:45:30# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[15:45]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti óskaði eftir stuttu fundarhléi til þess að kanna hvort hægt væri að áætla hvenær fundahaldi lyki. Forseti hafði reiknað með að þingfrestun gæti orðið núna á næstu klukkutímum og vildi kanna það vegna þess að það var ætlunin að forseti Íslands kæmi hingað til þess að lesa forsetabréf um frestun þingsins. Til þess þarf ákveðinn tíma en forseti getur ekki eftir viðræður við hv. 4. þm. Austurl. sem er í ræðu sinni og þann sem er á mælendaskrá, hv. 12. þm. Reykn., áætlað hvenær þessum fundi geti lokið þannig að það er óljóst. Um það vill forseti tilkynna núna.

Hv. 4. þm. Austurl. heldur áfram ræðu sinni.