Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.)

Miðvikudaginn 04. október 1995, kl. 20:31:07 (13)

1995-10-04 20:31:07# 120. lþ. 2.1 fundur 20#B stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.)#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Umræðan skiptist í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund en fulltrúar annarra þingflokka 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver flokkur 10 mínútur til umráða.

Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Sjálfstfl., Þjóðvaki, Alþfl., Framsfl., Alþb. og óháðir og Samtök um kvennalista. Ræðumenn verða fyrir Sjálfstfl.: Davíð Oddsson forsrh. í fyrri umferð og Hjálmar Jónsson, 2. þm. Norðurl. v., og Þorsteinn Pálsson sjútvrh. í þeirri síðari. Fyrir Þjóðvaka talar Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv., í fyrri umferð en Svanfríður Jónasdóttir, 6. þm. Norðurl. e., í þeirri síðari. Ræðumenn Alþfl. verða: Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn., Ásta B. Þorsteinsdóttir, 9. þm. Reykv., og Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurl., í fyrri umferð, en Rannveig Guðmundsdóttir, 5. þm. Reykn., í þeirri síðari. Af hálfu Framsfl. tala Halldór Ásgrímsson utanrrh. og Ingibjörg Pálmadóttir heilbr.- og trmrh. í fyrri umferð en Gunnlaugur M. Sigmundsson, 2. þm. Vestf., í þeirri síðari. Fyrir Alþb. og óháða tala í fyrri umferð Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., og Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., en þeirri síðari Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv. Af hálfu Samtaka um kvennalista tala Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., og Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í fyrri umferð en Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., í þeirri síðari.

Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hæstv. forsrh., Davíð Oddsson.