Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:01:51 (275)

1995-10-16 15:01:51# 120. lþ. 10.1 fundur 32#B fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa# (óundirbúin fsp.), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en umræða hefst vill forseti minna á reglurnar sem gilda um þessar umræður. Fyrirspyrjandi má tala þrisvar, tvær mínútur í fyrsta sinn en eina mínútu í annað og þriðja sinn. Ráðherra hefur sama rétt til svara, fyrst tvær mínútur, síðan í eina mínútu í annað og þriðja sinn.

Til að hafa betri stjórn á þessari umræðu hefur forsn. ákveðið í samráði við formenn þingflokka að fyrirspyrjendur komi sér á mælendaskrá skriflega með lítilli nótu sem þeir koma til forseta í byrjun fundar.

Ráðherrar eru allir viðstaddir, eða áttu að vera, og munu koma í salinn, nema hæstv. heilbrrh. sem hefur fjarvistarleyfi.