Lyfjalög

Mánudaginn 30. október 1995, kl. 16:40:21 (521)

1995-10-30 16:40:21# 120. lþ. 19.1 fundur 21. mál: #A lyfjalög# (gildistaka ákvæða um stofnun lyfjabúða o.fl.) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur


[16:40]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta mjög merkileg umræða sem á sér stað hér. Ég veit ekki betur en að ég sé búin að skrifa sjálf upp á álit þar sem segir að ekki eigi að víkja frá meginstefnunni í frv. Samt er verið að reyna að núa manni því um nasir að vera sauðþrár. Mig langar að benda hv. þm. Árna M. Mathiesen á að hann kom inn á að það ætti ekki að breyta neinu í þeim köflum sem við erum að fresta. En VII. kafli segir einmitt að það eigi að taka tillit til fjarlægða á milli apóteka og íbúafjölda. Við erum að fresta þeim kafla. Hér segir hv. þm. Árni M. Mathiesen að ekki megi breyta neinu. En það eigi samt ekki að taka tillit til fjarlægðar á milli apóteka og íbúafjölda. Við erum einmitt að fresta því. Þessi málflutningur gengur algjörlega í hring. Það er einmitt þetta sem verður örugglega skoðað. Ég get ekki sagt annað en að það kemur mér á óvart hvernig fólk hér ræðir um þetta mál og að ég tel að hv. þm. Össur Skarphéðinsson hafi tekið mjög skynsamlega á þessum málum.