Hvalveiðar

Miðvikudaginn 01. nóvember 1995, kl. 15:04:13 (599)

1995-11-01 15:04:13# 120. lþ. 23.8 fundur 22. mál: #A hvalveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur


[15:04]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurnina sem ég tel mjög tímabæra og eiga heima á þessum tíma þegar ljóst er, eins og hér hefur komið fram, að hvölum fer fjölgandi í hafinu og sjómenn bera það að sífellt sé erfiðara, t.d. á nótaveiðum, að komast hjá því að fá smáhvali í næturnar þannig að ekki valdi stórskaða.

Ég vil einnig benda á að það hefur komið fram að hrefnustofninn er á hraðri uppleið og samkvæmt vísindalegum útreikningum um fjölgun hrefnu í höfunum, mun hún jafnvel með sama áframhaldi geta þýtt 10% aukna veiði hrefnu á þorskstofnunum í dag. Það er því í sjálfu sér alvarlegt mál ef hvölum fjölgar eins og allt útlit er fyrir.

Ég tek undir nauðsyn þess að nýta hvalategundir í sjónum og nýta þá tækni og þann flota sem við eigum til þess.