Löndun undirmálsfisks

Miðvikudaginn 01. nóvember 1995, kl. 15:42:37 (614)

1995-11-01 15:42:37# 120. lþ. 23.11 fundur 112. mál: #A löndun undirmálsfisks# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur


[15:42]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég þakka ráðherra svör hans og ég fagna því að sett hefur verið í gang nefnd til að finna lausn á þessum vanda. Þetta er mikill vandi. Hér er um að ræða 5--10 millj. kr. á dag sem glatast og ég held að það sé mjög brýnt að finna fljótt og snarlega á þessu lausn sem þó er þannig að hún geti leitt til þess að fiskur komi að landi.

Ég tek undir þær tillögur sem hv. þm. Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn., nefndi. Þær geta verið lausn á vandanum og ég held að menn ættu að vinna fljótt og vel að því að finna lausn þannig að þessi afli komi að landi.