Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 16:22:49 (936)

1995-11-16 16:22:49# 120. lþ. 33.11 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[16:22]

Svavar Gestsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta frv. er ekki um að afnema sjálfvirkni. Þetta er um að tryggja ríkissjóði sjálfvirkar auknar tekjur. Sjálfvirkni handa ríkissjóði, í þágu ríkissjóðs. Það má auðvitað kalla þetta einhverjum öðrum nöfnum en geðleysi ef menn vilja. Ég ætla ekki að dæma um það hér, hæstv. forseti. En það er ótrúlegt að Sjálfstfl. sem þykir standa fyrir því að menn þurfi að hafa fyrir sínu skuli berjast með kjafti og klóm fyrir frv. sem felur það í sér að ef ekkert gerist munu skattar hækka af því að allir frádráttarliðir lækka af því að verðbólgan verður að minnsta kosti einhver þó þeir þykist vera fullkomnir báðir, hæstv. ráðherra og hv. 16. þm. Reykv.