Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 16:57:38 (948)

1995-11-16 16:57:38# 120. lþ. 33.11 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[16:57]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum bersýnilega ósammála, ég held að það fari ekkert á milli mála enda engin ástæða til annars. En ég minni hv. þm. á það að þetta virkar með tvennum hætti. Annars vegar er verið að koma í veg fyrir sjálfvirka hækkun á afsláttum, bótafjárhæðum og þess háttar. En það er líka verið að koma í veg fyrir sjálfvirka hækkun á sjálfum skattinum þegar um það er að ræða, eins og í bifreiðagjöldum og öðrum slíkum sköttum. Þetta vildi ég að kæmi fram hér.