Háskóli Íslands

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 16:23:18 (1888)

1995-12-13 16:23:18# 120. lþ. 64.8 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv., 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur


[16:23]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þm. að kannski væri það mögulegur kostur að banna háskólanum að taka þessi gjöld. En á móti kæmi þá að það er ekki tryggt að mínu mati að háskólinn fengi þær tekjur á móti. Og ég held að háskólinn sé það sveltur núna í fjárveitingum að það megi ekki verða meiri skerðing. Þess vegna var þetta skásti kosturinn í stöðunni en auðvitað þarf Háskóli Íslands stórauknar fjárveitingar.