Fjárlög 1996

Fimmtudaginn 14. desember 1995, kl. 20:40:48 (1941)

1995-12-14 20:40:48# 120. lþ. 65.5 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur


[20:40]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka formanni fjárln. fyrir svörin. Hann er dæmdur til að gefa mjög óljós svör enda úr mjög óljósum efniviði að moða. En ég vil bæta við þessar spurningar mínar. Til hvers á að nota þær 150 millj. sem fjmrh. er ætlað til hagræðingar í ríkisstofnunum? Fjmrh. hæstv., Friðrik Sophusson, hefur flutt sérstaka lærimóður sína alla leið frá Nýja-Sjálandi til að kenna okkur hvernig á að einkavæða í ríkisrekstrinum. Okkur þingmönnum hlýtur að vera spurn, hvernig eigi að ráðstafa þeim fjármunum sem þarna eru nefndir.