Bifreiðakaupalán til öryrkja

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 15:20:58 (2101)

1995-12-18 15:20:58# 120. lþ. 69.91 fundur 145#B bifreiðakaupalán til öryrkja# (aths. um störf þingsins), MF
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[15:20]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Mér finnst það koma dálítið einkennilega fyrir að hér er verið að hefja þingstörf í dag og einn hv. þm., 8. þm. Reykv., fer fram á einföld svör, útskýringar af hálfu hæstv. ráðherra. Og þá heitir það hér að við séum að tefja þingstörf eða það sé ætlun okkar að tefja þingstörf. Það er sjálfsagt að flytja þetta frv. Við getum gert það, lagt það fram hér, flutt það og afgreitt það fyrir jól. Mér heyrist á hæstv. forsrh. að það sé vilji til þess a.m.k. hjá hluta stjórnarliða að afgreiða málið. Þá getum við gert það, lagt fram frv. og afgreitt það. Það er síst af öllu ætlunin að tefja þingstörf þótt einstakir hæstv. ráðherrar séu beðnir um útskýringar á málum sem eru til umræðu og allir vita að verið er að ræða.