Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 10:28:12 (2281)

1995-12-21 10:28:12# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[10:28]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það er greinilega nauðsynlegt að vekja athygli á því að í þessum tillögum, m.a. þeirri sem verið er að greiða atkvæði um hér, felst varanleg skerðing á Kvikmyndasjóði. Hér er um að ræða róttækustu breytingu sem gerð hefur verið á lögunum um Kvikmyndasjóð frá því þau voru sett. Það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur því að hér er ekki um að ræða takmarkaða, tímabundna skerðingu sem stendur bara skamma tíð heldur er verið að skerða hér tekjustofna Kvikmyndasjóðs til frambúðar. Það er nauðsynlegt að mótmæla sérstaklega þessari stefnu í menningarmálum sem fylgt er undir forustu núv. hæstv. menntmrh.