Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:06:04 (2296)

1995-12-21 11:06:04# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:06]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Við erum hér að fjalla um frv. sem varðar ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir næsta ár. Í greinargerð fjmrn. með þessari grein kemur fram að þetta skiptir engu máli og skapar engan sparnað fyrir ríkissjóð. Þess vegna á þetta ekki heima hér og skiptir engu máli fyrir ríkisfjármálin. Jafnframt hefur komið fram í umræðum hér að hæstv. heilbrrh., sem er höfundur greinarinnar, hefur ekki getað skýrt með fullnægjandi hætti við hvaða hópa hún á. Ýmist hefur hún sagt hana eiga við atvinnurekendur eina eða atvinnurekendur og einhverja fleiri. Það hefur aldrei fengist upp, þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan í þessum þingsölum, við hvaða hópa þetta á nákvæmlega og þess vegna segi ég nei.