Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:36:40 (2309)

1995-12-21 11:36:40# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:36]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er afar ánægjulegt að samstaða hefur tekist við afgreiðslu þessa frv. og menn fallist á þau sjónarmið okkar að 61. gr. frv. eigi þar ekkert erindi og hana beri að fella brott úr frv., af tveimur ástæðum að okkar mati. Annars vegar er það svo að við erum andvíg efni hennar, að svo miklu leyti sem það er venjulegu fólki skiljanlegt. Það hefur satt best að segja ekki komið mikið fram um það hvað fyrir mönnum vakir með þessari torkennilegu og torræðu grein, en hvað sem því líður er að hinu leytinu alveg ljóst að breyting af þessu tagi á ekki heima inni í bandormi sem tengdur er við afgreiðslu fjárlaga. Þess vegna eru tvöföld rök a.m.k. fyrir því að greiða brtt. minni hluta efh.- og viðskn. um að greinin falli brott atkvæði. Það er afar ánægjulegt fyrir okkur í minni hlutanum að sjá að algjör þverpólitísk samstaða er að takast í atkvæðagreiðslunni um brtt. okkar.