Fjáraukalög 1995

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 23:09:43 (2440)

1995-12-21 23:09:43# 120. lþ. 76.5 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[23:09]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og kom fram hjá mér þá kom ríkislögmaður að sjálfsögðu að þessu máli í fyrsta lagi. Í öðru lagi átti fulltrúi ríkisins sæti í gerðardómnum og það eru engin pólitísk tengsl á milli hans, eins og auðvelt er að sanna, og þess ráðherra sem átti í hlut. Í þriðja lagi sýnir það kannski best hversu mikil alvara er í þessum málflutningi hjá hv. þm. að hann notar hugtök eins og kjaftæði og blaður. Menn verða sjálfir að dæma um það þegar gripið er til slíkra raka, hvort þau séu trúverðug eða ekki.