Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:28:49 (2504)

1995-12-22 12:28:49# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða óskilgreinda ráðstöfun fjármuna. Ég vil að fram komi að ég hef meira en litlar efasemdir um hagræðingarátök hæstv. fjmrh. eins og hann hefur lýst þeim samkvæmt nýsjálenskum frjálshyggjuforskriftum. Í skýringum með þessari grein hefur verið talað um varanlega hagræðingu, varanlegar lausnir og er þar skírskotað til biðlauna. Að sjálfsögðu á að virða biðlaunarétt og gera ráð fyrir slíkum fjármunum. Ég get hins vegar ekki stutt óskilgreindan brottrekstrarsjóð eins og hér virðist vera um að ræða og greiði ekki atkvæði.