Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:50:21 (2511)

1995-12-22 12:50:21# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:50]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Nú liggja fyrir um það bil niðurstöðutölur fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir næsta ár. Gangi áform eftir verður halli ríkissjóðs rétt innan við 4 milljarðar árið 1996 eða sem svarar 0,8% af landsframleiðslu og er það þá minnsti halli frá 1984. Útgjöld lækka í hlutfalli við landsframleiðslu um 1,5% frá árinu 1995 eða úr 27,1% í 25,6% og hefur útgjaldahlutfallið ekki verið lægra síðan 1987. (Gripið fram í: Er þetta orðið staðreynd?) Skatttekjur munu lækka sömuleiðis eins og áður hefur komið fram. Lánsfjárþörf ríkisins er talin geta lækkað um 2,3 milljarða og skuldir ríkisins munu lækka í hlutfalli við landsframleiðslu. Þetta hlýtur að teljast viðunandi árangur og skref í átt til jafnvægis og þess vegna segi ég já.