Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 43 . mál.


43. Frumvarp til lánsfjárlaga


fyrir árið 1996.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995.)


I. KAFLI

Lántökur ríkissjóðs.

1. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka að láni allt að 25.850 m.kr. á árinu 1996.

2. gr.

    Lánsfé skv. 1. gr. skal ráðstafað í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1996 og þessara laga.

3. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að endurlána allt að 5.970 m.kr. af fjárhæð skv. 1. gr. til eftirtalinna aðila:
    Lánasjóðs íslenskra námsmanna, allt að 4.030 m.kr.
    Þróunarsjóðs sjávarútvegs, allt að 850 m.kr.
    Rafmagnsveitna ríkisins, allt að 450 m.kr.
    Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, allt að 340 m.kr.
    Alþjóðaflugþjónustunnar, allt að 100 m.kr.
    Ríkisútvarpsins, allt að 200 m.kr.

II. KAFLI

Ríkisábyrgðir.

4. gr.

    Eftirtöldum aðilum, sem heimild hafa í sérlögum til lántöku, er heimilt að nýta þær á árinu 1996 með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru í 1.–9. tölul. þessarar greinar, sbr. 13. gr. laga nr. 84/1985, um breytingu á lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga:
    Landsvirkjun, allt að 3.540 m.kr., sbr. 14. gr. laga nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með áorðnum breytingum.
    Byggingarsjóður ríkisins, allt að 2.330 m.kr, sbr. 9. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Byggingarsjóður verkamanna, allt að 5.660 m.kr., sbr. 48. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins, allt að 13.500 m.kr., sbr. 19. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Stofnlánadeild landbúnaðarins, allt að 1.000 m.kr., sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með áorðnum breytingum.
    Byggðastofnun, allt að 1.000 m.kr., sbr. 18. gr. laga nr. 64/1985, um Byggðastofnun, með áorðnum breytingum.
    Iðnlánasjóður, allt að 3.200 m.kr., sbr. 6., 10. og 17. gr. laga nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, með áorðnum breytingum.
    Ferðamálasjóður, allt að 150 m.kr., sbr. 27. gr. laga nr. 79/1985, um skipulag ferðamála, með áorðnum breytingum.

III. KAFLI

Ýmis ákvæði um lánsfjármál.

5. gr.

    Lántökur samkvæmt lögum þessum skulu fara fram innan lands eða utan.

6. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs getur heimilað þeim aðilum sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum:
    að taka lán í því skyni að endurgreiða fyrir gjalddaga eftirstöðvar eldri lána þegar hagstæðari kjör bjóðast;
    að stofna til skulda- og vaxtaskipta og nýta aðra möguleika sem bjóðast á markaði til þess að tryggja viðkomandi aðila gegn verulegum vaxtabreytingum;
    að taka ný lán til endurgreiðslu skammtímalána sem tekin eru á grundvelli heimilda í II. kafla, að hluta eða öllu leyti, án þess að lánssamningur um þau falli úr gildi, enda sé ekki dregið á slíka lánssamninga að nýju nema lagaheimild liggi fyrir.

7. gr.

    Hyggist aðilar, sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum, nýta heimildir skv. II. kafla eða 6. gr. skulu þeir gæta ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.

8. gr.

    Yfirtekin lán og ábyrgðir veittar á lántökum þriðja aðila, eða milliganga um töku lána þeirra, skulu rúmast innan þeirra heimilda sem tilgreindar eru í II. kafla.


9. gr.

    Erlendar fjárhæðir skulu miðast við kaupgengi íslensku krónunnar samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi lánsfjárlaga.

IV. KAFLI

Gildistökuákvæði.

10. gr.

    Lántökuheimildir og heimildir til ríkisábyrgða, sem tilgreindar eru í I.–III. kafla laga þessara, gilda á árinu 1996. Heimildir verða þó nýttar til 1. apríl 1997 standi sérstaklega á og samþykki fjármálaráðherra kemur til.

11. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1996 nær til allra lána sem ríkissjóður hyggst taka eða ábyrgjast á því ári. Þannig næst heildarsýn yfir lánsfjármál ríkissjóðs á einum vettvangi. Framsetning frumvarpsins er hliðstæð því sem kemur fram í núgildandi lánsfjárlögum.
    Hér á eftir verður fjallað um helstu þætti lánsfjármála hins opinbera, einkum ríkissjóðs. Fyrst verður fjallað um framboð og eftirspurn lánsfjár 1995 og 1996, þá stöðu fjármagnsmarkaðarins, því næst um lánsfjárþörf hins opinbera og því næst fjallað um ráðstöfun á lántökum A-hluta ríkissjóðs. Loks er fjallað um efni sérhverrar greinar frumvarpsins.

I. Framboð og eftirspurn lánsfjár.


    Samkvæmt áætlun Seðlabanka Íslands hefur lánsfjáreftirspurn fyrri hluta þessa árs aukist um 1,5% eða 14 milljarða króna, samanborið við 18,4 milljarða króna eða 2,5% 1994. Þannig dregur áfram úr eftirspurn eftir lánsfé. Seðlabanki Íslands skiptir eftirspurn eftir lánsfé í fjóra flokka eftir því hver endanlegur notandi fjármagnsins er, þ.e. ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili. Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig lánsfjáreftirspurnin hefur þróast hjá þessum aðilum á undanförnum árum:


    

Staða í lok tímabils

         

Hreyfing, %

    

Júní

Júní

jan.–jún.

jan.–jún.


Í milljörðum króna

1993

1994

1994

1995

1994

1995



Ríkið           123
,0 133 ,5 129 ,7 141 ,9 5 ,4
6 ,3
Sveitarfélög      33
,4 36 ,7 35 ,0 35 ,5 4 ,8
-3 ,3
Fyrirtæki      327
,0 322 ,3 322 ,7 313 ,7 -1 ,3
-2 ,7
Heimili      263
,8 291 ,7 278 ,2 305 ,1 5 ,5
4 ,6
Samtals      747
,2 784 ,2 765 ,6 796 ,2 2 ,5
1 ,5     

    Samkvæmt yfirlitinu halda lántökur fyrirtækja áfram að dragast saman. Að undanförnu hefur rekstrarafkoma þeirra batnað sem hefur m.a. nýst þeim til að greiða niður erlendar skuldir. Lágt gengi á Bandaríkjadal hefur orðið til þess að fyrirtækin hafa einkum greitt niður lán í þeim gjaldmiðli. Hefur vöxtur í lántökum heimila dregist saman, en þær jukust um 4,6% á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 5,5% á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn er í lántöku til fasteignakaupa sem kemur m.a. fram í minni útgáfu húsbréfa. Þetta kann að vera vísbending um að eitthvað sé að draga úr lánsfjáreftirspurn heimila. Á hinn bóginn hafa neyslulán heimilanna aukist, en þess hefur orðið vart að framboð á lánsfé til þeirra er fjölbreyttara og boðið af fleirum en áður. Einkum virðast það þó vera sveitarfélög sem eru að minnka lántökur sínar en þær voru mjög miklar 1994.


Staða í árslok

Hrein aukning á meðalverðlagi


Í milljörðum króna

1994

1995

1996

1994

1995

1996



Peningalegur sparnaður      543
,9 584 ,3 637 ,2 43 ,6 28 ,1
32 ,1
 Frjáls           244
,8 256 ,6 277 ,7 14 ,4 6 ,7
8 ,7
 Kerfisbundinn      298
,9 327 ,7 359 ,5 29 ,2 21 ,4
23 ,4

Peningalegur sparnaður, % af landsframleiðslu      10
,1 6 ,2
6 ,7

    Við afgreiðslu fjárlaga 1995 var talið að nýr peningalegur sparnaður yrði allt að 36 milljarðar króna á árinu. Frjáls sparnaður hefur hins vegar orðið minni en talið var, eða tæpir 7 milljarðar króna í stað 13 milljarða. Þessi samdráttur kemur fram í aukinni einkaneyslu umfram vöxt í þjóðartekjum á þessu ári. Jafnframt skýrir þetta að hluta til erfiðleika við sölu ríkisverðbréfa. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun Seðlabanka Íslands er talið að peningalegur sparnaður sé í samræmi við áætlun fjárlaga.
    Áætlað er að heildarsparnaður verði um 32 milljarðar króna á árinu 1996 eða 6,7% af landsframleiðslu. Reiknað er með að kerfisbundinn sparnaður verði um 23,4 milljarðar króna og hinn frjálsi um 8,7 milljarðar króna. Á árinu 1996 er gert ráð fyrir að betra samræmi verði milli breytinga í einkaneyslu og þjóðartekjum og skýrir það aukningu í frjálsum sparnaði milli ára. Rétt er að leggja áherslu á að skekkjumörk við þessar áætlanir eru veruleg og því ber að skoða niðurstöðurnar með fyrirvara.

II. Staða fjármagnsmarkaðarins og horfur.

     Staða ríkissjóðs á markaðnum. Í byrjun þessa árs voru síðustu hömlur á flutningi fjárskuldbindinga milli Íslands og annarra landa felldar niður. Íslenski fjármagnsmarkaðurinn er því í óheftri samkeppni við erlenda markaði og þarf að semja sig að þeim breytingum sem í því felast. Hlutverk ríkissjóðs sem stærsta lántaka hér á landi er enn mikilvægara í ljósi þessa en ella væri. Með ákvörðun um lántökur innan lands eða erlendis getur ríkissjóður haft veruleg áhrif á þróun vaxta, hvort heldur er á löngum lánum eða stuttum, jafnframt því sem hann hefur áhrif á hvert aðrir lántakendur leita. Þannig hefur þróunin á lánamarkaði einkennst af sókn fyrirtækja og sveitarfélaga á innlenda verðbréfamarkaðinn en ríkissjóður vikið til hliðar til þess að verja markmið ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum. Það sem af er árinu hefur ný lántaka ríkissjóðs í verðtryggðum spariskírteinum því verið óveruleg.
    Útstreymi gjaldeyris vegna uppgreiðslu erlendra lána hefur veikt gjaldeyrisstöðu Seðlabankans. Erlendar lántökur ríkissjóðs hafa þó vegið það upp þannig að greiðslujöfnuður við útlönd er hagstæður það sem af er árinu. Jafnhliða hefur hægt á verðbréfakaupum innlendra aðila erlendis samanborið við síðasta ár.
    Lausafjárstaða innlánsstofnana hefur styrkst eftir því sem liðið hefur á árið eftir erfiða stöðu á fyrstu mánuðum þess. Hjá innlánsstofnunum hefur einnig verið lögð mikil áhersla á verðbréfaútgáfu og þá aðallega útgáfu bankavíxla. Þetta hefur stuðlað að aukinni sölu ríkisvíxla, en hún gekk treglega á lokamánuðum síðastliðins árs og framan af þessu ári.
    Horfur í ríkisfjármálum fyrir 1996 benda til að nettólántökur ríkissjóðs lækki frá yfirstandandi ári. Nú bendir allt til að nýjar lántökur ríkissjóðs og aðila sem njóta ríkisábyrgðar verði um 14 milljarðar króna í ár en samsvarandi fjárhæð fyrir 1996 verði 11, 6 milljarðar króna. Minni lánsfjárþörf ætti að stuðla að lækkun vaxta ef ekki kemur til aukin eftirspurn eftir lánsfé frá öðrum aðilum, þ.e. sveitarfélögum, heimilum og atvinnufyrirtækjum.
    Vextir ríkisverðbréfa. Vextir ríkisverðbréfa í frumsölu hafa lengst af verið mótandi um vaxtastigið. Á undanförnum missirum hafa vextir eftirmarkaðarins í auknum mæli orðið leiðandi í þessu efni. Í útboðum á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs til fimm og tíu ára sem haldin voru á tímabilinu frá september 1994 og fram til vors 1995 var það stefna stjórnvalda að vextir færu ekki umfram 5%. Í febrúar 1995 kom til innlausnar stór flokkur spariskírteina og var þá ákveðið að bjóða sérstakt vaxtaálag þeim sem skipta vildu út eldri spariskírteinum fyrir ný. Við þetta hækkaði ávöxtunarkrafa spariskírteina í 5,3%.
    Ávöxtunarkrafan hefur smám saman farið hækkandi á Verðbréfaþingi Íslands. Má rekja það bæði til dræmrar eftirspurnar fjárfesta eftir lengri bréfum og þess að viðskiptavaki spariskírteina, Seðlabanki Íslands, hefur hækkað kaupkröfu sína og er hún nú 5,8–5,9%. Þess má geta það sem af er árinu hefur bankinn keypt spariskírteini fyrir um tvo milljarða króna umfram sölu.
    Á sama tíma og sala verðtryggðra spariskírteina dalaði glæddist sala verðbréfa með erlenda gengisviðmiðun, svokallaðra ECU-tengdra spariskírteina. Ávöxtun þessara bréfa tók mið af þeim vöxtum sem sambærilegar erlendar útgáfur bera. Upp á síðkastið hefur heldur dregið úr sölu þessara bréfa og er það skiljanlegt þar sem vextir á spariskírteinum með innlendri vaxtaviðmiðun hafa hækkað.
    Vextir óverðtryggðra skammtímaverðbréfa ríkissjóðs fóru hækkandi framan af ári en hafa heldur sveigst niður á við að undanförnu. Vextir óverðtryggðra bréfa til þriggja ára hafa farið lækkandi frá því útboð þeirra hófst í maí. Þeir eru nú 9,5% en urðu hæstir 9,9%. Sala þessara bréfa hefur verið alljöfn frá því hún hófst. Nýlega voru óverðtryggð verðbréf til fimm ára fyrst boðin til kaups. Í fyrsta útboði þeirra var tekið tilboðum með ávöxtunarkröfunni 10,8%. Verður það að teljast vel viðunandi í ljósi þess að íslenskur fjármagnsmarkaður hefur ekki reynslu af óverðtryggðum fjárskuldbindingum til svo langs tíma. Ætla verður að þessir vextir geti lækkað þegar festa og tiltrú á efnahagsstöðugleika vex enn frekar. Hitt er jafnljóst að ríkisbréf og ríkisvíxlar sækja vaxtaviðmiðun einnig til útlanda.
    Vextir ríkisvíxla, þriggja, sex og tólf mánaða, voru í lok árs 1994 í stórum dráttum sambærilegir við það sem er erlendis. Vextir á þriggja mánaða víxlum eru nú 7,45% og hafa hækkað úr 6,27% þegar þeir voru lægstir í janúar. Þess ber hér að gæta að þóknanir, sem áður voru greiddar tilboðsgjöfum ríkisvíxlanna, hafa verið felldar niður. Það samsvaraði 0,4% ársávöxtun sem kemur nú fram til lækkunar vöxtum.
    Lausafjárstaða innlánsstofnana er nú mun betri en hún var fyrir ári síðan sem gefur tilefni til að ætla að sala ríkisvíxla geti gengið vel næstu mánuðina eins og undanfarna tvo mánuði. Nettósala ríkisvíxla í janúar til september 1995 er um 5 milljarðar króna og lætur nærri að víxilskuldir ríkissjóðs séu nú eins og þær voru að hámarki eða um 19,6 milljarðar króna.
    Framan af árinu seldu bankar mikið af bankavíxlum vegna lélegrar lausafjárstöðu þeirra. Nam salan um 23 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði þessa árs miðað við 8 milljarða króna fyrir sama tímabil árið á undan. Þá hafa atvinnufyrirtæki og sveitarfélög einnig sótt í auknum mæli inn á skammtímamarkaðinn og aukið hlutdeild sína.
     Ný markaðsverðbréf ríkissjóðs. Í tengslum við gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum í vor gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að Alþingi setti lög um breytingu á vaxtalögum þar sem vísitala neysluverðs kæmi í stað lánskjaravísitölu, en samningsaðilar töldu að hlutur launa í lánskjaravísitölu væri of hár. Jafnframt var lýst yfir að draga skyldi úr verðtryggingu og var hafin sala þriggja ára óverðtryggðra ríkisbréfa með útboði í maí á þessu ári, en sala sambærilegra tveggja ára bréfa hafði legið niðri frá haustinu 1994. Sala þriggja ára ríkisbréfa hefur verið allgóð og nemur alls að nafnverði 1,5 milljörðum króna fram til september. Til þess að efla markað fyrir óverðtryggð bréf er sem fyrr segir hafin sala á fimm ára óverðtryggðum ríkisbréfum og á sama tíma fellur niður sala fimm ára verðtryggðra spariskírteina. Brotið er blað í sölu ríkisverðbréfa þar sem nú eru í fyrsta sinn um langt skeið boðin til sölu svo löng óverðtryggð verðbréf. Þá er að nefna nýlega ákvörðun um að hefja sölu 20 ára verðtryggðra spariskírteina, en þau ættu sérstaklega að höfða til lífeyrissjóðanna. Áfram verður boðið upp á tíu ára spariskírteini þó svo samhliða standi til að bjóða til sölu ný tíu ára jafngreiðsluskírteini ríkissjóðs sem getur hentað þeim sem kjósa að hafa árlega tekjur af verðbréfaeign sinni.
     Húsnæðiskerfið. Fjármögnun til að mæta fjárþörf Byggingarsjóðs ríkisins hefur farið fram fyrir milligöngu A-hluta ríkissjóðs það sem af er árinu. Nema lánveitingar þessar um 6,5 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins, en gert er ráð fyrir að heildarfjármögnun verði um 8 milljarðar króna. Stefnt er að því að Húsnæðisstofnun hefji aftur bein viðskipti við fjárfesta áður en langt um líður, en stofnunin aflaði lánsfjár með sölu húsnæðisbréfa á árinu 1994 þar til ríkissjóður tók að sér fjármögnunina. Þá má nefna að útgáfa húsbréfa hefur verið ívið minni það sem af er árinu en áætlað var. Þetta kann þó að breytast síðari hluta árs þar sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram tillögur um að lánstími húsbréfa verði lengdur í allt að 40 ár, en talsverð óvissa er um hvaða vaxtakröfu markaðurinn gerir til slíkra verðbréfa. Þegar allt kemur til alls er gengið út frá því að eftirspurn eftir húsbréfum verði eins og heimilt er samkvæmt lánsfjárlögum fyrir 1995, um 13 milljarðar króna.

III. Lánsfjárþörf ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða.

    Að framan var fjallað um lánsfjáreftirspurn eftir endanlegum notendum fjármagnsins. Þannig voru t.d. húsnæðislán Húsnæðisstofnunar ríkisins hluti af lánsfjáreftirspurn heimila og fjárfestingarlán veitt af Iðnlánasjóður hluti af lántökum fyrirtækja. Hér er hins vegar gerð grein fyrir lánsfjárþörf, lántökum og afborgunum ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða óháð því hver er endanlegur notandi fjármagnsins.
    Skilgreining á lánsfjárþörf ríkisins er ekki einhlít. Sú skilgreining sem hér er notuð er allvíðtæk miðað við skilgreiningar í alþjóðlegum samanburði. Ýmis fyrirtæki og sjóðir, sem hér flokkast sem ríkisaðilar, vegna ríkisábyrgðar á lánum þeirra, teljast til einkaaðila annars staðar. Jafnvíðtæk skilgreining og hér er notuð getur gefið villandi mynd af umsvifum ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða á fjármagnsmarkaði og efnahagsáhrifum þeirra, sérstaklega í samanburði við önnur lönd. Til að auðvelda yfirsýn og samanburð við önnur lönd hefur lánsfjárþörfinni verið skipt milli ríkisins annars vegar og ríkisfyrirtækja og sjóða hins vegar. Til ríkisins teljast þá A-hluti ríkissjóðs og félagslegir lánasjóðir á borð við Byggingarsjóð verkamanna og Byggingarsjóð ríkisins, að húsbréfadeild frátalinni. Undir ríkisfyrirtæki og sjóði fellur sú starfsemi sem víða er í einkaeign í aðildarríkjum OECD. Hér má nefna Landsvirkjun, húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins og fjárfestingarlánasjóði atvinnuveganna. Það skal tekið fram að sveitarfélög eru hér undanskilin og gefur það sem hér fer á eftir ekki tæmandi mynd af umsvifum hins opinbera á fjármagnsmarkaði.
Graphic file . with height 144 p and width 264 p Center aligned      Heildaryfirlit. Heildarlántökur ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða eru áætlaðar 59,3 milljarðar króna á árinu 1996. Afborganir eldri lána eru áætlaðar 47,7 milljarðar króna. Hrein lánsfjáröflun, þ.e. ný lán að frádregnum afborgunum eldri lána, er áætluð 11,6 milljarðar króna og er það 2,5 milljörðum króna lægri fjárhæð en á þessu ári. Heildarlántökum er ekki skipt milli innlendra og erlendra lána frekar en undanfarin ár. Má rekja það til aukins frelsis í fjármagnsflutningum milli landa þar sem vaxta- og gengisþróun ræður miklu um hvernig leitað er á fjármagnsmarkaði. Nú geta erlendir aðilar t.d. keypt ríkisverðbréf útgefin hér á landi og innlendir aðilar erlend ríkisverðbréf hömlulaust. Lánsfjárþörf ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða á árinu 1995 og 1996 er sundurgreind í eftirfarandi töflu:

Áætlun 1995

Áætlun 1996


Í milljörðum króna

Innlent

Erlent

Samtals

Innlent

Erlent

Samtals



Lántökur     
-
- 55 ,3 - - 59 ,3
Ríki          
-
- 31 ,9 - - 33 ,8
Ríkissjóður A-hluti     
-
- 31 ,9 - - 25 ,8
Byggingarsjóðir     
-
- - - - 8 ,0
Ríkisfyrirtæki og sjóðir     
-
- 23 ,3 - - 25 ,5
Ríkisfyrirtæki     
-
- 2 ,1 - - 3 ,1
Húsbréf     
-
- 13 ,0 - - 13 ,5
Fjárfestingarlánasjóðir     
-
- 8 ,2 - - 8 ,9

Afborganir      29
,6 11 ,7 41 ,2 29 ,6 18 ,1
47 ,7
Ríki           18
,0 2 ,1 20 ,1 17 ,9 9 ,1
27 ,0
Ríkissjóður A-hluti      10
,9 2 ,1 13 ,0 12 ,0 9 ,1
21 ,2
Byggingarsjóðir      7
,1
- 7 ,1 5 ,8 - 5 ,8
Ríkisfyrirtæki og sjóðir      11
,6 9 ,6 21 ,2 11 ,7 9 ,0
20 ,7
Ríkisfyrirtæki      0
,7 3 ,7 4 ,3 0 ,3 3 ,1
3 ,4
Húsbréf      3
,8
- 3 ,8 4 ,8 - 4 ,8
Fjárfestingarlánasjóðir      7
,1 6 ,0 13 ,1 6 ,6 5 ,9
12 ,5

Hrein lánsfjárþörf     
-
- 14 ,0 - - 11 ,6

Hlutfall af landsframleiðslu     
-
- 3,1% - - 2,4%


Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Heildarlántökur A-hluta ríkissjóðs eru áætlaðar 25,8 milljarðar króna á árinu 1996 samanborið við 31,9 milljarða króna á árinu 1995. Greiddar afborganir af teknum lánum eru taldar munu nema 21,2 milljörðum króna. Þannig mun hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nema á næsta ári 4,7 milljörðum króna samanborið við 19 milljarða í ár. Helsta skýring á minni hreinni lánsfjárþörf ríkissjóðs á næsta ári er að halli ríkissjóðs er talinn verða töluvert minni en í ár og lánveitingar til Húsnæðisstofnunar ríkisins falla niður. Eftirfarandi yfirlit sýnir lánsfjárþörf ríkissjóðs 1995 og 1996 og skiptingu hennar:

Áætlun

Frumvarp


Í milljónum króna

1995

1996



Rekstrarhalli ríkissjóðs     
8.897
3.880
Veitt lán, nettó     
9.430
-200
Eignfærð framlög     
150
500
Viðskiptareikningar     
500
500
    
Hrein lánsfjárþörf     
18.977
4.680
    
Afborganir af teknum lánum     
12.950
21.160

Heildarlánsfjárþörf     
31.927
25.840

    Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir hvernig lánsfjárþörf ríkissjóðs skiptist.
     Veitt lán, nettó. Þessi liður sýnir hreyfingar á veittum lánum ríkissjóðs til lengri tíma en eins árs, þ.e. veitt ný lán að frádregnum innheimtum afborgunum af eldri lánum. Á árinu 1996 er ráðgert að veita ný lán að fjárhæð 5.9700 m.kr. til fyrirtækja og sjóða í B-hluta ríkissjóðs. Á móti koma innheimtar afborganir af eldri lánum sem eru áætlaðar samtals 6.170 m.kr. Lán sem ríkissjóður endurlánaði til flugstöðvar Leifs Eiríkssonar að fjárhæð 1.980 m.kr. veldur hækkun bæði veittra lána og innheimtra afborgana á árinu 1995. Að frádregnum þessum lánahreyfingum hækka innheimtar afborganir um 500 m.kr. milli ára. Veitt lán A-hluta ríkissjóðs, nettó, eru því neikvæð um 200 m.kr. á árinu 1996. Eftirfarandi yfirlit sýnir nánari sundurliðun á hreyfingu veittra lána:

Áætlun

Frumvarp


Í milljónum króna

1995

1996



Veitt ný lán     
17.080
5.970
Lánasjóður íslenskra námsmanna     
3.800
4.030
Húsnæðisstofnun ríkisins     
7.810
-
Þróunarsjóður sjávarútvegsins     
2.860
850
Rafmagnsveitur ríkisins     
-
450
Flugstöð Leifs Eiríkssonar     
1.980
340
Ríkisútvarpið     
-
200
Alþjóðaflugþjónustan     
150
100
Aðrir          
480
-

Innheimtar afborganir af eldri lánum     
7.650
6.170
Bundnar innlendu verðlagi     
4.270
3.070
Bundnar erlendum gjaldmiðlum     
3.380
3.100

Veitt lán, nettó     
9.430
-200

    Athygli er vakin á að ríkissjóður hefur fjármagnað Húsnæðisstofnun ríkisins að öllu leyti það sem af er árinu 1995 þar sem engin húsnæðisbréf á vegum stofnunarinnar hafa verið seld. Er þetta gert samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.
     Eignfærð framlög. Hér er átt við stofnframlög ríkisins til alþjóðafjármálastofnana og til kaupa á hlutabréfum í innlendum fyrirtækjum, en báðir þessir liðir eru færðir í efnahagsreikning ríkissjóðs. Hæsta framlagið er áætlað til Alþjóðaframfarastofnunarinnar, IDA, 86,4 m.kr. Framlag til ráðgjafarsjóðs Íslands hjá Alþjóðabankanum er 3,4 m.kr. Framlag til þriggja stofnana fellur niður á árinu 1996. Eignfærð framlög eru áætluð samtals 500 m.kr. á árinu 1996 samanborið við 150 m.kr. á árinu 1995.

Áætlun

Frumvarp


Í milljónum króna

1995

1996



Hlutafjárframlög     
-150
-
Lyfjaverslun Íslands hf., seld hlutabréf     
-150
-

Alþjóðafjármálastofnanir     
300
500
Alþjóðabankinn, IBRD og IDA, Washington DC     
90
90
Evrópubankinn, EBRD, London     
50
17
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, Washington DC     
50
-
Norræni þróunarsjóðurinn, NDF, Kaupmannahöfn     
42
43
Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, NEFCO, Helsinki     
6
7
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, Reykjavík     
5
-
Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, Helsinki     
9
-
Annað     
48
343

Samtals     
150
500

    Hinn 3. apríl síðastliðinn gerðu ríkissjóður og eignaraðilar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar með sér samkomulag um aðgerðir í málefnum veitunnar og breytt skipulag orkumála í Borgarfjarðarhéraði. Nú er unnið að útfærslu þeirra aðgerða. Einn liður í þeim er að ríkissjóður eða fyrirtæki hans leggi fram 180 m.kr. stofnfé í fyrirtæki sem stofnað verði um aðveituhluta hitaveitunnar. Gert er ráð fyrir að hið nýja fyrirkomulag taki gildi um næstu áramót og skýrir það hluta af því sem nefnt er Annað í töflunni hér að ofan.
    Greiddar afborganir af teknum lánum. Greiddar afborganir af teknum lánum ríkissjóðs eru áætlaðar 21.160 m.kr. árinu 1996 samanborið við 12.950 m.kr. á þessu ári. Greiddar afborganir af erlendum lánum aukast verulega milli ára eða um 7.080 m.kr. en á árinu 1995 var óvenju lítið um afborganir af erlendum lánum. Afborganir af innlendum ríkisbréfum eru áætlaðar 3.450 m.kr. og aukast einnig milli ára. Innlausn spariskírteina er áætluð um 7.300 m.kr. sem er svipuð fjárhæð og í ár. Eftirfarandi yfirlit sýnir áætlun um greiddar afborganir ríkissjóðs á árunum 1995 og 1996:

Áætlun

Frumvarp


Í milljónum króna

1995

1996



Innlausn spariskírteina     
7.340
7.300
Innlausn ríkisbréfa     
2.100
3.450
Önnur innlend lán     
1.460
1.280
Erlend lán     
2.050
9.130
Samtals     
12.950
21.160

Um 2. gr.


    Þarfnast ekki skýringar.

Um 3. gr.


    Þessi grein heimilar fjármálaráðherra að endurlána til fimm aðila í B-hluta fjárlaga allt að 5.970 m.kr. af þeirri fjárhæð er kemur fram í 1. gr. frumvarpsins. Þeir eru:
1.    Lánasjóður íslenskra námsmanna. Gert er ráð fyrir að endurlána Lánasjóði íslenskra námsmanna allt að 4.030 m.kr. á árinu 1996 og er það um 230 m.kr. hærri upphæð en í fjárlögum yfirstandandi árs. Ástæða hækkunarinnar felst í því að fjármagnskostnaður umfram fjármunatekjur er áætlaður 1.152 m.kr. eða 285 m.kr. hærri en í fjárlögum yfirstandandi árs, en í fjárlögum er lántökukostnaður vanáætlaður um 160 m.kr.
2.    Þróunarsjóður sjávarútvegs. Gert er ráð fyrir að endurlána Þróunarsjóði sjávarútvegs allt að 850 m.kr. á árinu 1996. Sjóðurinn hóf störf á miðju ári 1994. Hlutverk hans er að stuðla að aukinni arðsemi í sjávarútvegi. Það er gert með því að veita styrki til úreldingar fiskiskipa og uppkaupa á fiskvinnslustöðvum ásamt framleiðslutækjum til að draga úr afkastagetu í sjávarútvegi. Áætlað er að á árinu 1996 fari 200 m.kr. í úreldingarstyrki til fiskiskipa og 500 m.kr. til fiskvinnslustöðva og þróunarverkefna. Sértekjur sjóðsins eru áætlaðar 325 m.kr. á árinu 1996 og seldar verða eignir fyrir 75 m.kr. Áætlað er að greiða í afborganir og vexti 1.561 m.kr. en á móti koma vextir og afborganir af útlánum sjóðsins sem nema 1.070 m.kr. Fjárþörf sjóðsins verður samkvæmt þessu 850 m.kr.
3.    Rafmagnsveitur ríkisins. Ráðgert er að endurlána Rafmagnsveitum ríkisins allt að 450 m.kr. vegna kaupa á veitum og til að greiða niður óhagstæð skammtímalán.
4.    Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að endurlána Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt að 340 m.kr. á árinu 1996 til að fjármagna rekstrarhalla og afborganir eldri lána. Rekstrarhalli stöðvarinnar er áætlaður 144 m.kr. að meðtöldum 130 m.kr. afskriftum og hækkar um rúmar 20 m.kr. frá áætlun fyrir þetta ár. Á næsta ári gjaldfalla lán í yenum, 14,5 m.kr., og lán í ECU, 292 m.kr.
5.    Alþjóðaflugþjónustan. Áætlað er að endurlána Alþjóðaflugþjónustunni allt að 100 m.kr. á árinu 1996 samanborið við 150 m.kr. í ár. Hér er um að ræða fé til kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að Alþjóðaflugmálastofnunin, ICAO, endurgreiði stærstan hluta kostnaðarins á næstu 20 árum.
6.    Ríkisútvarpið. Fyrirhugað er að endurlána framkvæmdasjóði Ríkisútvarpsins allt að 200 m.kr. vegna kaupa á langbylgjusendi og loftnetum til að nýta mastur Lóranstöðvarinnar á Gufuskálum til langbylgjusendinga.
    Að öðru leyti er vísað til greinargerðar um viðkomandi stofnanir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1996.

Um 4. gr.


    Í þessari grein er sett hámark á nýtingu þeirra lántökuheimilda sem kveðið er á um í sérlögum viðkomandi aðila. Er þetta í samræmi við ákvæði 13. gr. laga nr. 84/1985, um breytingu á lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga, sem hljóðar svo: „Sé í öðrum lögum en fjárlögum og lánsfjárlögum kveðið á um lántöku og ábyrgðarheimildir skal nýting þeirra ætíð vera innan þeirra marka sem sett eru í fjárlögum og lánsfjárlögum ár hvert.“ Um er að ræða eftirtalda aðila:
1.    Landsvirkjun. Áætlað er að Landsvirkjun taki lán að fjárhæð allt að 3.140 m.kr. á árinu 1996. Afborganir Landsvirkjunar á næsta ári eru áætlaðar samtals 3.364 m.kr. og vaxtagreiðslur 3.194 m.kr.
2.    Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins. Gert er ráð fyrir að heimila afgreiðslu húsbréfa fyrir allt að 13.500 m.kr. á árinu 1996. Á yfirstandandi ári er útlit fyrir að afgreiðsla húsbréfa nemi allt að 13.000 m.kr. sem er sama fjárhæð og áætluð var í lánsfjárlögum 1995.
3.    Byggingarsjóður ríkisins. Miðað er við að Byggingarsjóði ríkisins verði heimilt að taka að láni allt að 2.330 m.kr. á árinu 1996 en lántökur sjóðsins eru áætlaðar samtals 2.690 m.kr. á yfirstandandi ári. Áformað er að sjóðurinn veiti á árinu 1996 alls 250 m.kr. í lán til byggingar heimila fyrir aldraða og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða, sérstök lán til einstaklinga með sérþarfir og lán eða styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði. Einnig veitir sjóðurinn 450 m.kr. lán til Byggingarsjóðs verkamanna vegna endursölu- og almennra kaupleiguíbúða. Alls er því ráðgert að sjóðurinn veiti 700 m.kr. í lán á næsta ári.
4.    Byggingarsjóður verkamanna. Lagt er til að Byggingarsjóði verkamanna verði heimiluð lántaka að fjárhæð allt að 5.660 m.kr. á árinu 1996 en lántökur sjóðsins eru áætlaðar samtals 6.675 m.kr. á árinu 1995. Ráðgert er að veita lán til 230 og 850 endursöluíbúða. Er þetta líkt fjölgun endursöluíbúða á milli ára en fækkun nýrra íbúða en meðallán til endursöluíbúðar er um tíundi hluti af láni til nýrrar íbúðar. Alls er áætlað að sjóðurinn veiti lán sem nemur 3.747 m.kr. á árinu 1996 sem er rúmum milljarði króna lægri fjárhæð en á yfirstandandi ári.
5.    Stofnlánadeild landbúnaðarins. Miðað er við að Stofnlánadeild landbúnaðarins verði heimiluð lántaka að fjárhæð allt að 1.000 m.kr. á árinu 1996 og er það 600 m.kr. lægri fjárhæð en á þessu ári. Innheimtar afborganir og vextir deildarinnar eru áætlaðar 1.200 m.kr. Greiddar afborganir og vextir eru hins vegar áætlaðar 1.705 m.kr á árinu 1996 og veitt lán og styrkir 730 m.kr.
6.    Byggðastofnun. Lagt er til að Byggðastofnun verði heimiluð lántaka að fjárhæð allt að 1.000 m.kr. á árinu 1996 sem er sama fjárhæð og í ár. Innheimtar afborganir og vextir stofnunarinnar eru áætlaðar 1.400 m.kr. á næsta ári. Greiddar afborganir og vextir eru hins vegar ráðgerðar 1.550 m.kr. Á árinu 1996 er talið að stofnunin komi til með að veita 900 m.kr í lán og styrki.
7.    Iðnlánasjóður. Lagt er til að Iðnlánasjóður verði heimiluð lántaka að fjárhæð allt að 3.200 m.kr. á árinu 1996 og er það 600 m.kr. hærri fjárhæð en á yfirstandandi ári. Umsvif sjóðsins hafa aukist verulega á undanförnum árum. Til að mynda námu lántökur sjóðsins samtals um 1.700 m.kr. á árinu 1992.
8.    Ferðamálasjóður. Ferðamálasjóður er heimiluð lántaka að fjárhæð allt að 150 m.kr. á árinu 1996 og er það sama fjárhæð og sjóðnum er heimilað að taka að láni á yfirstandandi ári.
    Engin takmörk eru sett á ábyrgð ríkissjóðs á lántökum Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, sbr. 2. gr. laga nr. 86/1985, um viðskiptabanka, með áorðnum breytingum, önnur en þau sem þar koma fram.
    Iðnþróunarsjóður mun ekki taka lán á næsta ári. Útlán sjóðsins verða hins vegar áþekk milli ára 230–250 m.kr. og innheimtar afborganir lækka um 100 m.kr. á milli ára. Þess skal getið að Iðnþróunarsjóður varð alfarið í eigu íslenska ríkisins í byrjun árs 1995 eftir að endurgreiðslu stofnfjárframlaga til hinna Norðurlandanna var lokið.
    Í lánsfjárlögum fyrir árið 1992 var ríkisábyrgð afnumin af öllum skuldbindingum sem Fiskveiðasjóður stofnaði til eftir 1. mars 1992. Þannig er ekki sett þak á lántökur Fiskveiðasjóðs í 4. gr. frumvarpsins. Til upplýsinga eru lántökur Fiskveiðasjóðs áætlaðar 3.500 m.kr. á næsta ári og afborganir eldri lána 4.150 m.kr.

Um 5. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um að lántökur samkvæmt lögum þessum skuli fara fram innan lands eða utan.

Um 6. gr.


    Í þessari grein er fjármálaráðherra heimilað að samþykkja að þeir aðilar, sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum, geti ýmist endurfjármagnað lánin þegar hagstæðari kjör bjóðast, stofnað til vaxta- eða skuldaskipta eða nýtt skammtímalánsform þegar það á við til þess að komast hjá áhrifum af vaxtasveiflum. Í síðastnefnda liðnum felst m.a. heimild til þess að semja um hámark eða lágmark á breytilegum vöxtum.

Um 7. gr.


    Hér er áréttað ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins, þar sem fram kemur að bera þurfi undir hana lánskjör á nýjum erlendum lánum, sbr. II. kafla þessa frumvarps, svo og lánabreytingar, sbr. 6. gr. frumvarpsins. Með greininni er ætlað að tryggja að kjör á erlendum lánum þessara aðila séu ávallt í samræmi við það að þau beri ríkisábyrgð.

Um 8. gr.


    Í þessari grein segir að til lántöku viðkomandi aðila teljist yfirtekin lán og ábyrgðir veittar á lántökum þriðja aðila, eða milliganga um töku lána þeirra. Þessar lántökur skulu rúmast innan heimildar sem tilgreind er í II. kafla frumvarpsins.

Um 9. gr.


    Hér er kveðið á um að erlendar fjárhæðir miðist við kaupgengi gjaldmiðla samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi lánsfjárlaga.

Um 10. og 11. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringar.




(Töflur 1–6 myndaðar í prentsmiðju, 6 síður.)