Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 127 . mál.


150. Beiðni um skýrslu



frá fjármálaráðherra um áhrif 14% virðisaukaskatts á bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur, Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur,


Guðrúnu Helgadóttur, Kristínu Halldórsdóttur, Ástu R. Jóhannesdóttur,


Ögmundi Jónassyni, Guðnýju Guðbjörnsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur.



    Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er óskað eftir skýrslu frá fjármálaráðherra um þau áhrif sem álagning l4% virðisaukaskatts frá árinu 1993 hefur haft á útgáfu bóka, blaða og tímarita í samanburði við það tímabil er slík útgáfa var skattlaus.
    Í skýrslunni verði leitast við að svara eftirtöldum spurningum:
    Hversu miklu fé skilaði 14% virðisaukaskattur á bækur, blöð og tímarit í ríkissjóð árlega á tímabilinu 1993–95?
    Hvaða áhrif hefur álagning 14% virðisaukaskatts haft á afkomu útgáfufyrirtækja og prentsmiðja?
    Hvaða áhrif hefur 14% virðisaukaskattur haft á sölu og framboð bóka, blaða og tímarita frá 1993?
    Hver var árlegur fjöldi útgefinna bóka, blaða og tímarita (eintök og titlar) á tímabilinu 1990–94?
    Hversu mikið hefur störfum, sem tengjast útgáfu og prentiðnaði, fækkað frá 1993?
    Hversu mörg bókaforlög og blaðaútgáfur hafa orðið gjaldþrota eða sætt nauðasamningum og greiðslustöðvun frá 1993?
    Hvaða áhrif hefur álagning virðisaukaskatts á bækur haft á afkomu rithöfunda?
    Hversu mikið er um að verkefni tengd bóka- og blaðaútgáfu hafi flust úr landi?
    Hversu miklu fé hefur ríkissjóður hugsanlega tapað vegna samdráttar í sölu og útgáfu bóka, blaða og tímarita frá 1993, m.a. vegna minni veltu fyrirtækja, fækkunar starfa o.fl.?
    Hver er talin samkeppnisstaða íslenskra tímarita miðað við erlend tímarit sem hér eru á markaði?