Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 1/120.

Þskj. 234 —  31. mál.


Þingsályktun

um mótmæli við kjarnorkutilraunum Frakka og Kínverja.


    Alþingi ályktar að ítreka mótmæli íslenskra stjórnvalda við tilraunum Frakka og Kínverja með kjarnavopn. Alþingi felur ríkisstjórninni að halda áfram að beita sér fyrir og styðja aðgerðir á alþjóðavettvangi sem þrýsta á frönsk og kínversk stjórnvöld að breyta um stefnu og hætta við frekari kjarnorkuvopnatilraunir.

Afgreidd frá Alþingi 23. nóvember 1995.