Ferill 96. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 96 . mál.


254. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99 8. september 1993, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (GÁ, EgJ, GuðjG, HjálmJ, MS, ÁMM).



    Við 4. gr. Orðin „eða í bókunum með slíkum samningi“ í niðurlagi greinarinnar falli brott.
    Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (5. gr.)
                             1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
                            Innheimta skal verðmiðlunargjald á heildsölustigi af afurðum nautgripa og sauðfjár og telst gjaldið til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af fimmmannanefnd. Verðmiðlunargjaldið skal vera af mjólk sem lögð er inn í afurðastöð innan greiðslumarks, 0,65 kr. á lítra, og af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði, 7,00 kr. á kg.
         
    
    (6. gr.)
                            20. gr. laganna orðast svo:
                            Innheimta skal verðskerðingargjald af verði kindakjöts og hrossakjöts til framleiðenda. Verðskerðingargjaldið skal vera af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði, 5% af framleiðendaverði, og af hrossakjöti 2% af framleiðendaverði.
                            Verðskerðingargjaldi skal varið til markaðsaðgerða innan lands eða utan og til að leiðrétta birgðastöðu kjöts.
    Við 5. gr. (er verði 7. gr.). Greinin orðist svo:
                  21. gr. laganna orðast svo:
                  Innheimta skal hjá afurðastöð 3% verðskerðingargjald af úrvinnslu- og heildsölukostnaði kindakjöts, sem ætlað er til sölu á innlendum markaði, í sama skyni og 20. gr. kveður á um. Sé úrvinnslu- og heildsölukostnaður ekki ákveðinn af fimmmannanefnd skal ráðherra ákveða viðmiðunarkostnað að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
                  Af öllu kindakjöti, sem fer til útflutnings, skal innheimta af verði til framleiðenda sérstakt gjald, 30 kr. á kg vegna útflutningsuppgjörs. Gjaldi þessu skal varið til þess að jafna eftir föngum skilaverð fyrir kindakjöt sem flutt er úr landi lítið unnið eða óunnið, þó þannig að tekið sé mið af gæða- og vöruflokkum, svo og árstíma.
    Á eftir 5. gr. (er verði 7. gr.) komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (8. gr.)
                             Í stað 1. og 2. mgr. 25. gr. laganna kemur ný málsgrein er orðast svo:
                            Til að standa straum af kostnaði Framleiðsluráðs landbúnaðarins við framkvæmd laga þessara, umfram þann kostnað sem það fær greiddan samkvæmt öðrum ákvæðum laganna, skal innheimta 0,25% gjald af heildsöluverði þeirra búvara sem lög þessi taka til.
         
    
    (9. gr.)
                             Við 27. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                            Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu, gjalddaga, álagningu gjaldanna samkvæmt áætlun og annað sem lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldanna.
                            Þá setur ráðherra í reglugerð ákvæði um framkvæmd uppgjörs og greiðslu tekna af verðmiðlunargjöldum, verðskerðingargjöldum og verðjöfnunargjaldi samkvæmt kafla þessum til afurðastöðva og framleiðenda og um uppgjörstímabil.
    Við 6. gr. (er verði 10. gr.).
         
    
    3.–5. efnismgr. orðist svo:
                            Við kaup á kindakjöti frá framleiðendum eða samkomulag um að annast sölu þess skal tilgreina hvort kjötið er til sölu innan lands eða til útflutnings, en greiðslur fyrir kindakjöt skulu vera óháðar greiðslumarki lögbýlis. Skilaverð til framleiðenda fyrir það kjöt sem þeir selja til útflutnings er umsamið söluverð kjötsins milli framleiðanda og afurðastöðvar (kaupanda) að frádregnu sérstöku gjaldi að teknu tilliti til verðjöfnunar skv. 2. mgr. 21. gr. laganna.
                            Landbúnaðarráðherra skal fyrir 1. september ár hvert, að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands, ákveða hlutfall kindakjöts sem flytja skal á erlendan markað. Ákvörðun þessi getur gilt fyrir allt að tólf mánaða framleiðslu- og sölutímabil. Framleiðsluráð landbúnaðarins skal kynna sláturleyfishöfum og sauðfjárframleiðendum ákvörðun um útflutningsþörf kindakjöts.
                            Sláturleyfishafa og öðrum sem annast sölu eða dreifingu á kindakjöti frá sláturhúsi er skylt að leggja til kjöt til útflutnings samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra eða semja við annan sláturleyfishafa um verkun og útflutning á sama magni. Sé þess ekki kostur er viðkomandi aðila skylt að greiða vegna útflutningskvaðar gjald sem landbúnaðarráðherra auglýsir fyrir 1. september ár hvert og skal svara til mismunar á heildsöluverði og viðmiðunarverði sem miðast við meðalverð við útflutning á undangengnum 12 mánuðum. Landbúnaðarráðherra skal, að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa, setja nánari reglur um skipulag útflutnings svo að erlendir markaðir nýtist sem best.
         
    
    Í stað 1. og 2. málsl. 6. efnismgr. komi þrír nýir málsliðir er orðist svo: Allir sauðfjárframleiðendur skulu taka þátt í útflutningi eða sæta útflutningsuppgjöri vegna útflutningskvaðar fyrir sama hlutfall af framleiðslu sinni að undanskildu því magni sem framleiðandi tekur til eigin nota samkvæmt heimild í reglugerð. Undanþegnir útflutningsuppgjöri eru þó þeir framleiðendur sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks, enda liggi fyrir fullnægjandi vottorð um ásetning þeirra. Þá getur ráðherra ákveðið, að fenginni tillögu Bændasamtaka Íslands, að kjöt af dilkum sem slátrað er á ákveðnum tímabilum utan haustsláturtíðar verði undanþegið útflutningsuppgjöri.
    Við 9. gr. (er verði 13. gr.).
         
    
    Í stað orðsins „ári“ í 1. málsl. efnismálsgreinar komi: almanaksári.
         
    
    2. og 3. málsl. efnismálsgreinar falli brott.
    Við 10. gr. (er verði 14. gr.). Lokamálsgrein falli brott.
    Við 11. gr. (er verði 15. gr.).
         
    
    2. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Beingreiðsla skal vera 3.734 kr. á hvert ærgildi á ári.
         
    
    3. efnismgr. orðist svo:
                            Til að fá fulla beingreiðslu þarf handhafi að eiga að lágmarki 0,6 vetrarfóðraðar kindur fyrir hvert ærgildi greiðslumarks árið 1996. Síðan skal landbúnaðarráðherra ákveða árlega ásetningshlutfall að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga. Nái ásetningur ekki því lágmarki skerðist beingreiðsla hlutfallslega. Á lögbýlum, þar sem búfjárbeit kemur í veg fyrir eðlilega framkvæmd uppgræðslu eða veldur of miklu álagi á beitiland, er landbúnaðarráðherra heimilt að ákveða lægra ásetningshlutfall að fenginni umsögn Landgræðslu ríkisins og/eða Skógræktar ríkisins. Þá getur ráðherra ákveðið að víkja frá framangreindu ásetningshlutfalli hjá framleiðendum sem hafa skorið niður fé til útrýmingar sjúkdómum.
         
    
    Í stað upphafsorðanna „Heimilt er“ í 4. efnismgr. komi: Ráðherra er heimilt.
         
    
    6. efnismgr. orðist svo:
                            Lögbýli heldur greiðslumarki sínu óskertu þótt réttur til beingreiðslu falli niður vegna búskaparhlés án þess að samið sé um búskaparlok og greiddar bætur fyrir.
    Við 13. gr. (er verði 17. gr.). Í stað 2. málsl. fyrri efnismálsgreinar komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við þá úthlutun skal taka mið af greiðslumarki lögbýlis þannig að aukning verði hjá bændum sem hafa 180 ærgilda greiðslumark í sauðfé eða meira, þó þannig að samanlagt greiðslumark í sauðfé og mjólk fari ekki yfir 450 ærgildi á fjölskyldu. Þeir sem hafa innan við 180 ærgilda greiðslumark í sauðfé geta sótt um aukningu, enda sé sauðfjárframleiðsla aðalatvinna viðkomandi bónda samkvæmt nánari skilgreiningu í reglugerð sem ráðherra skal setja.
    Á eftir 15. gr. (er verði 19. gr.) komi ný grein, svohljóðandi:
                  67. gr. laganna orðast svo:
                  Landbúnaðarráðherra skal setja reglugerð um gæðastjórn í landbúnaðarframleiðslu. Í reglugerðinni skal lýst kröfum um gæðastjórn, vinnslu, geymslu og dreifingu íslenskra landbúnaðarafurða.
    Við 16. gr. (er verði 21. gr.). Í stað síðari málsliðar greinarinnar komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Þó skal 2. tölul. 1. mgr. 29. gr. laganna vegna haustsláturtíðar 1995 halda gildi sínu til 16. desember 1995. Við gildistöku laga þessara falla brott 22. og 23. gr. laganna, svo og ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 99 28. júní 1995, um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.
    Við bætist tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
         
    
    (I.)
                            Til að jafna skilaverð til framleiðenda fyrir afurðir frá sláturtíð 1995, sem seldar eru á erlendum mörkuðum, skal innheimta 10% verðjöfnunargjald af því verði sem kemur til skila við útflutning (fob) hjá hverri afurðastöð. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu og ráðstöfun verðjöfnunargjaldsins.
         
    
    (II.)
                            Til viðbótar verðskerðingargjöldum skv. 20. og 21. gr. laganna skal innheimta 3% verðskerðingargjald árin 1996 og 1997 af framleiðendaverði og 2% gjald af úrvinnslu- og heildsölukostnaði kindakjöts sem ætlað er til sölu á innlendum markaði. Gjaldi þessu skal verja til markaðsaðgerða til að tryggja jafnvægi í birgðum kindakjöts áður en verðlagning sauðfjárafurða skv. 8. gr. laganna er aflögð. Í sama tilgangi skal verja fé sem veitt er til uppkaupa greiðslumarks skv. 5. gr. samnings um framleiðslu sauðfjárafurða frá 1. október 1995 milli landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, og Bændasamtaka Íslands, ef það nýtist ekki í þeim tilgangi.