Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 13 . mál.


256. Frumvarp til laga



um réttarstöðu kjörbarna og foreldra þeirra.

(Eftir 2. umr., 29. nóv.)



I. KAFLI


Breyting á lögum nr. 57/1987, um fæðingarorlof.


1. gr.


    Við 1. gr. laganna bætist: eða frumættleiðingar.

2. gr.


    Við 3. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ef barn, sem ættleiða á, er sótt til útlanda er ættleiðandi móður heimilt að hefja töku fæðingarorlofs við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að hún fái barn til ættleiðingar.

3. gr.


    Orðin „Ættleiðandi foreldrar“ og orðin „eða leyfi til ættleiðingar eftir því sem við á“ í 5. gr. laganna falla brott.

II. KAFLI


Breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar.


4. gr.


    2. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
    Sömu réttarstöðu hafa stjúpbörn og kjörbörn þegar eins stendur á. Þó skal ekki greiddur barnalífeyrir vegna fráfalls eða örorku stjúpforeldris ef barnið á framfærsluskylt foreldri á lífi.

5. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
    1. mgr. orðast svo:
                  Fæðingarstyrkur skal vera 25.090 kr. á mánuði í sex mánuði og greiðast móður við hverja fæðingu barns, eða frumættleiðingu, enda eigi hún lögheimili hér á landi og hafi átt síðustu 12 mánuðina á undan, sbr. þó 2. mgr. Hefja má greiðslu fæðingarstyrks allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag sem staðfestur skal með læknisvottorði. Sé barn sótt til útlanda til ættleiðingar er verðandi móður heimilt að hefja töku fæðingarstyrks við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að hún fái barn til ættleiðingar.
    Á eftir orðunum „ef fleiri fæðast“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: eða eru ættleidd.
    Orðin „ættleiðandi foreldri“ og orðin „eða leyfi til ættleiðingar eftir því sem við á“ í 6. mgr. falla brott.

6. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
    Á eftir orðunum „fyrir fæðinguna“ í 1. málsl. a-liðar kemur: eða frumættleiðinguna.
    Á eftir orðunum „eftir fæðingu“ í 1. málsl. f-liðar kemur: eða frumættleiðingu.
    Orðin „Ættleiðandi foreldrar“ í m-lið falla brott.

III. KAFLI


Breyting á lögum nr. 95/1980, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda.


7. gr.


    2. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Kjörbarn þeirra skapar sama rétt.

IV. KAFLI


Breyting á lögum nr. 50/1984, um lífeyrissjóð bænda.


8. gr.


    3. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Kjörbarn þeirra skapar sama rétt.

V. KAFLI


9. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.