Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 204 . mál.


262. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarráðherra.



1. gr.


    Í stað „1. desember 1995“ í A-lið ákvæðis til bráðabirgða með lögunum, sbr. 1. gr. laga nr. 117/1995, kemur: 6. desember 1995.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að heimild landbúnaðarráðherra til að fresta ákvörðun um heildargreiðslumark sauðfjárafurða fyrir verðlagsárið 1996–1997 verði framlengd til 6. desember 1995, en samkvæmt lögum nr. 117/1995, sem samþykkt voru nú á haustþinginu, náði frestunarheimild til 1. desember. Frestunin er óhjákvæmileg þar sem enn hefur ekki verið afgreitt frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum, 96. mál. Það frumvarp var lagt fram í því skyni að lögfesta nauðsynlegar breytingar vegna ákvæða í samningi um sauðfjárframleiðslu milli landbúnaðarráðherra, f.h. ríkisstjórnarinnar, og Bændasamtaka Íslands frá 1. október síðastliðnum.